Suzukideild

Hagnýtar upplýsingarÍ Suzukideild er kennt á fiđlu, víólu, selló, kontrabassa og píanó. Kennt er eftir hugmyndafrćđi japanska fiđluleikarans Shinichi

Suzukinám

Hagnýtar upplýsingar
Í Suzukideild er kennt á fiđlu, víólu, selló, kontrabassa og píanó. Kennt er eftir hugmyndafrćđi japanska fiđluleikarans Shinichi Suzuki og eru kennarar deildarinnar sérstaklega menntađir sem Suzukikennarar eđa eru í slíku námi. Suzuki trúđi ţví ađ tónlistarhćfileikar vćru ekki međfćddir, heldur ráđist hćfileikar ađ ađstćđum og umhverfi sem börn eru fćdd í. Lögđ er áhersla á ađ námiđ sé stundađ í jákvćđu umhverfi og lćra nemendur eftir eyra fyrstu ári. Námsbókum fylgja geisladiskar og er mjög mikilvćgt ađ nemendur séu duglegir ađ hlusta á ţá. Nótnalestur er kynntur ţegar viđ á. Foreldrar sćkja alla tíma međ börnum sínum fyrstu árin.

Kennslufyrirkomulag:
Nemendur geta hafiđ nám viđ 4-5 ára aldur. Viđ upphaf námsins sćkja foreldrar tíma án barna sinna og ţađ nám tekur um 3-4 vikur. Mikilvćgt er ađ foreldrar fái innsýn inn í nám barna sinna, kynnist hugmyndafrćđinnni og lćra foreldrar ađ leika á hljóđfćrin fyrst. Ţessi grunnur er undirstađa ţess ađ foreldrar geti sinnt náminu sem skildi, ţar sem ađ foreldrar sjá um heimaćfingar fyrst um sinn.
Nemandi sćkir einkatíma einu sinni í viku (1/2 hálftími) og hóptíma vikulega. Ţegar líđur á námiđ auka sumir nemendur viđ sig og eru tvisvar sinnum í einkatíma í viku og taka ţátt í öđru samspili á borđ viđ strengjasveitir skólans.

Suzukideildin hefur mjög öflugt foreldrafélag. Skipulagđar eru vorferđir, haustferđir, jólaball, skemmtikvöld svo ekki sé minnst á sameiginlegt kökuhlađborđ ađ loknum tónleikum deildarinnar. Foreldrafélagiđ tekur einnig ţátt í skipulagningu Suzukinámskeiđa. Mikill drifkraftur og elja félagsins hefur skilađ sér mjög vel og myndast oft sterk vinabönd milli nemenda sem hćgt er ađ ţakka félaginu ađ miklu leiti.

Suzukikennarar TA 2013-2014:
Ásdís Arnardóttir, selló- og kontrabassakennari
Eydís Úlfarsdóttir, víólukennari
Lidia Kolosowska, píanókennari
Magna Guđmundsdóttir, fiđlukennari
Marcin Lazarz, fiđlukennari

Nokkrar áhugaverđar slóđir:
Íslenska Suzukisambandiđ
Evrópska Suzukisambandiđ
Allegro Suzuki Tónlistarskóli
Suzukitónlistarskólinn í Reykjavík
Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar


Svćđi

Tónlistarskólinn á Akureyri | Strandgata 12, 600 Akureyri, Menningarhúsiđ Hof | Sími: 460 1170 | tonak@akureyri.is