Fara í efni

Ferðasaga frá Þýskalandi

Ferðasaga frá Þýskalandi

Þessi ferð byrjaði á 17 tima ferðalagi og svefnleysi.

Þegar við mættum til Todtmoos ákváðu sumir að skella sér í sund. Nema hvað þá þótti sumum sundlaugin fremur köld. Sumir létu það ekki á sig fá en aðrir voru orðnir nokkuð fjólubláir.Svo var labbað upp í skála þar sem við fengum kjúklingapasta og nægan svefn fyrir komandi ævintýri.

Næsta dag tókum við strætó niður í tónleikahús þar sem við byrjuðum æfingar fyrir tónleika. Þar kynntumst við þýska hornleikaranum Salome sem var svo með okkur höfundum með í herbergi ásamt fleirum íslenskum skvísum.Seinnipart dags byrjaði svo að rigna eins og hellt væri úr fötu (í bókstaflegri merkingu).Enginn kom þurr heim upp í skála þann dag.

 Á laugardaginn var annar strembinn en þó skemmtilegur æfingardagur. Með honum fylgdi mikil sársauki í tönnum, kjálkum, vörum og basicaly öllu fyrir ofan háls en þó einnig mikil ánægja og gleði. Við fengum líka þýsku hljómsveitina til okkar á laugardeginum. Big Bandið var einnig með tónleika í hljómskála í fallegum garði um kvöldið.

 Svo rann sunnudagurinn upp tónleika dagurinn. Þá fengum við að sofa aðeins út  þar sem æfingar byrjuðu ekki fyrr en eftir hádegi. Í hádeginu voru Þjóverjarnir svo góðir við okkur og gáfu okkur að borða, þar hélt Orri (foreldri úr hópnum) huglúfa ræðu um hrotunar hanns Julians sem er hornleikari og stjórnandi þýsku hljómsveitarinnar VJO. Frábærir tónleikar voru svo um kvöldið þar sem allir stóðu sig mjög vel. Það var það síðasta sem við sáum af þjóðverjunum nema Salome sem var hjá okkur restina af ferðinni.

Næstu daga vorum við að túristast. Við fórum í trjáklifur þar sem sumir urðu lofthræddari en aðrir og í sundlaug þar sem grunnsveitin hélt frábæra tónleika. Big Bandið  í búðar og dýragarðsferð þar sem margar myndir voru teknar og að lokum fórum við í Europa park þar sem sumir hættu sér í 70 metra háan rússíbana en sumir héldu sig bara við þá aðein lægri.

 Þessi ferð hefði ekki getað verið betri að okkar mati og allt gekk að óskum. Við höldum og vonum að einginn hafi farið ósáttur heim. Það var mjög erfitt að kveðja nýju þýsku vinnkonu okkar hana Salome og við fórum samrýmdari og betri vinir heim. Við vonum að við getum endurtekið svona ferð aftur eftir nokkur ár.

 

Ingunn Erla Sigurðardóttir, Íris Orradóttir og Svava Guðný Helgadóttir