Fara í efni

Hljómsveitin Swing Je T´aime frá Denver heimsækir Akureyri

Hljómsveitin Swing Je T´aime frá Denver heimsækir Akureyri

Hljómsveitin Swing Je T´aime frá Denver heimsækir Akureyri í lok mars og leikur á Akureyri Backpackers sunnudaginn 29. mars kl 20:30. Swing Je T´aime samanstendur af 7 tónlistarmönnum og leika þau og syngja tónlist undir sterkum áhrifum frá Django Reinhardt og fleirum.

Hljómsveitin Swing Je T´aime frá Denver  heimsækir Akureyri í lok mars og leikur á Akureyri Backpackers sunnudaginn 29. mars kl 20:30.  Swing Je T´aime samanstendur af 7 tónlistarmönnum og leika þau og syngja tónlist undir sterkum áhrifum frá Django Reinhardt og fleirum. Efnisskráin er úr ýmsum áttum; djass er þar mest áberandi en einnig nýta hljómsveitarmeðlimir sér klassísk verk, suður-ameríska músík, dixieland og söngleiki í listsköpun sinni auk þess að flytja frumsamda tónlist. Nánari upplýsingar um hljómsveitina má finna á heimasíðunni http://www.swingjetaime.com/

Auk þess að halda tónleika á Akureyri Backpackersverða hljómsveitarmeðlimir með „workshop“ í fyrir nemendur Tónlistarskólans á Akureyri mánudaginn 30. mars kl 13.  Námskeiðið er opið öllum nemendum skólans.