Fara í efni

Mærþöll

Mærþöll

Á degi tónlistarskólanna þann 14. Febrúar nk. mun Tónlistarskólinn setja upp fjórða Óperublótið.. Mærþöll er ópera eftir Þórunni Guðmundsdóttur byggð á gömlu íslensku ævintýri. Í sögunni um Mærþöll kynnumst við þremur álagaglöðum álfkonum, sorgmæddri hertogafrú, vitgrönnum hertoga, ágjörnum féhirði, latri vinnukonu, kúski og kærustunni hans. Ekki má gleyma hinum hrifnæma prinsi Pétri og hertogadótturinni Mærþöll sem getur grátið gulli, þótt það sé álitamál hvort það færi henni hamingju. Sagan höfðar bæði til barna og fullorðinna; gleði, sorgir, ástarmál, álög og óvæntar uppákomur. Þórunn skrifaði þessa óperu miðaða út frá getu nemenda, bæði söngvara og hljóðfæraleikara í hljómsveit.

Á degi tónlistarskólanna þann 14. Febrúar nk. mun Tónlistarskólinn setja upp fjórða Óperublótið..

Mærþöll er ópera eftir Þórunni Guðmundsdóttur byggð á gömlu íslensku ævintýri. Í sögunni um Mærþöll kynnumst við þremur álagaglöðum álfkonum, sorgmæddri hertogafrú, vitgrönnum hertoga, ágjörnum féhirði, latri vinnukonu, kúski og kærustunni hans. Ekki má gleyma hinum hrifnæma prinsi Pétri og hertogadótturinni Mærþöll sem getur grátið gulli, þótt það sé álitamál hvort það færi henni hamingju. Sagan höfðar bæði til barna og fullorðinna; gleði, sorgir, ástarmál, álög og óvæntar uppákomur. Þórunn skrifaði þessa óperu miðaða út frá getu nemenda, bæði söngvara og hljóðfæraleikara í hljómsveit.

 

Þórunn hefur einnig skrifað söngleikinn Systur sem og óperurnar Hlini kóngssonur, Tónlistarskólinn og Gilitrutt, sem einnig miðast við að óperurnar séu fluttar af nemendum.

Þórunn hefur skrifað leikrit og söngleiki sem hafa verið sett upp af áhugaleikfélaginu Hugleik. Undanfarin ár hefur Þórunn skrifað óperur sem hafa verið fluttar af nemendum Tónlistarskólans í Reykjavík, flestar undir hennar leikstjórn. Þar má nefna: Mærþöll, Gilitrutt, Hlina og óperettuna Tónlistarskólann.

 

Leikstjórn annast Ívar Helgason og tónlistarstjórn er í höndum Daníels Þorsteinssonar.