Fara í efni

Notendaráð Tónlistarskólans á Akureyri

Notendaráð Tónlistarskólans á Akureyri

Óskað er eftir fulltrúa nemenda og foreldra í notendaráð Tónlistarskólans. Við skólann starfar notendaráð sem skipað er fulltrúum nemenda, kennara, foreldra og skólastjóra. Með notendaráði er myndaður formlegur samráðsvettvangur á milli skólastjórnenda

Óskað er eftir fulltrúa nemenda og foreldra í notendaráð Tónlistarskólans.
Við skólann starfar notendaráð sem skipað er fulltrúum nemenda, kennara, foreldra og skólastjóra.  Með notendaráði er myndaður formlegur samráðsvettvangur á milli skólastjórnenda Tónlistarskólans og nemenda, kennara og foreldra um skipulag, innihald og áherslur í starfi skólans.Verkefni notendaráðs snúa fyrst og fremst að innra starfi með hagsmuni nemenda að leiðarljósi.Skólastjóri veitir upplýsingar varðandi skólahald er varða starfsemina almennt, breytingar og þróun.  Notendaráð afhendir skólastjóra afrit af erindum og umsögnum er varða skólann og skólahald áður en þær eru sendar öðrum aðilum.Fulltrúar eru kosnir til eins árs í senn á almennum fundi sem boðað er til fyrir 1. Október ár hvert.