Fara í efni

Skólasetning og masterclass

Skólasetning og masterclass

68. starfsár Tónlistarskólans á Akureyri var sett með formlegum hætti í Hamraborg þann 27. ágúst síðastliðinn. Fjölmenni var á setningunni og hittu nemendur kennara sína að lokinni athöfn og tónleikum. Strax að lokinni setningu fengum við síðan fyrsta erlenda gest vetrarins en flautuleikarinn Ewa Murawscy bauð...

68. starfsár Tónlistarskólans á Akureyri var sett með formlegum hætti í Hamraborg þann 27. ágúst síðastliðinn. Fjölmenni var á setningunni og hittu nemendur kennara sína að lokinni athöfn og tónleikum. Strax að lokinni setningu fengum við síðan fyrsta erlenda gest vetrarins en flautuleikarinn Ewa Murawscy bauð þverflautunemendum á framhaldsstigi upp á Masterclass. Ewa á í samstarfi við Áshildi Haraldsdóttur og það var fyrir hennar milligöngu sem Ewa kom til okkar í Tónlistarskólann á Akureyri.

Talið frá vinstri : Jóhanna Sigurðardóttir, Sunna Friðjónsdóttir, Ewa og Petrea Óskarsdóttir. Á myndina vantar Kamillu Dóru Jónsdóttur sem einnig tók þátt.

HJ, PÓ