Fara í efni

SN - STÓRTÓNLEIKAR Á SKÍRDAG

SN - STÓRTÓNLEIKAR Á SKÍRDAG

SN - STÓRTÓNLEIKAR Á SKÍRDAG Sinfónía nr.6 eftir Mahler. Risavaxin hljómsveit, gríðarstór hljómur, miklar tilfinningar og stórkostleg tónlist! Sinfóníuhljómsveit Norðurlands fagnar 20 ára afmæli sínu með glæsibrag. Á efnisskránni er 6. sinfónía Mahlers sem er talin ein magnaðasta sinfónía allra tíma en sagt er að Mahler hafi með tónsmíðum sínum fullkomnað sinfóníuna. Sinfónía Mahlers nr. 6 hefur allt sem góð tónlist hefur til að bera. Dramatík og kyrrð, ást og reiði, lúðra og strengi, flautur og hamar. Þetta er tónlist sem er í senn ógnvænleg og ljúf.

SN - STÓRTÓNLEIKAR Á SKÍRDAG

Sinfónía nr.6 eftir Mahler. Risavaxin hljómsveit, gríðarstór hljómur, miklar tilfinningar og stórkostleg tónlist!

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands fagnar 20 ára afmæli sínu með glæsibrag. Á efnisskránni er 6. sinfónía Mahlers sem er talin ein magnaðasta sinfónía allra tíma en sagt er að Mahler hafi með tónsmíðum sínum fullkomnað sinfóníuna. Sinfónía Mahlers nr. 6 hefur allt sem góð tónlist hefur til að bera. Dramatík og kyrrð, ást og reiði, lúðra og strengi, flautur og hamar. Þetta er tónlist sem er í senn ógnvænleg og ljúf.

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands og nemendur Tónlistarskólans áAkureyri sameina að venju krafta sína á Stórtónleikum. Þetta verða sannkallaðir  fagnaðartónleikar og það má með sanni segja að blásið verði kröftugar í lúðra en áður. Aldrei áður hefur hljómsveitin verið  svo fjölmenn á sviði eða rétt um 100 manns. Um hljómsveitastjórn sér Guðmundur Óli Gunnarsson.

Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sem gjarnan er kölluð unglingalandslið Íslendinga í hljóðfæraleik, er skipuð ungum og efnilegum hljóðfæraleikurum sem staðist hafa krefjandi inntökupróf. Ungsveitin hefur starfað frá  árinu 2009 og hafa tónleikar hennar hlotið frábærar undirtektir áheyrenda og vakið mikla athygli. Tónleikar Ungsveitarinnar  hafa verið  árlegur og mikilvægur þáttur í starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Íslands auk þess sem sveitin hefur leikið reglulega með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands.

Tónskáldið Alban Berg sagði um 6. sinfóníu Mahlers:
Þetta er hin eina sjötta, þrátt fyrir Beethoven