Fara í efni

Strengjasveitamót

Strengjasveitamót

Um næstu helgi verður haldið strengjasveitarmót á Akureyri. Þar munu tæplega 300 strengjanemendur hvaðanæva að af landinu koma saman og spila af hjartans lyst. Mótið hefst á föstudagskvöld og verður æft þá og allan laugardaginn í Brekkuskóla, Íþróttahöllinni og í Hofi.

Um næstu helgi verður haldið strengjasveitarmót á Akureyri. Þar munu tæplega 300 strengjanemendur hvaðanæva að af landinu koma saman og spila af hjartans lyst. Mótið hefst á föstudagskvöld og verður æft þá og allan laugardaginn í Brekkuskóla, Íþróttahöllinni og í Hofi.  Á sunnudag, 19. któber  kl 13:30 verða svo glæsilegir lokatónleikar í Hofi þar sem fram koma fjórar hljómsveitir; gula sveit, rauða sveit, græna sveit og bláa sveit. Frítt er inn á tónleikana og allir hjartanlega velkomnir.