Fara í efni

Völuspá

Völuspá

Völuspá, Frans Lizt og Sibelius á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands þann 14. febrúar 2016. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Valgerður Guðnadóttir, Hymnodia og Kammerkór Norðurlands frumflytja VÖLUSPÁ.

Völuspá, Frans Lizt og Sibelius á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands þann 14. febrúar 2016.
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Valgerður Guðnadóttir, Hymnodia og Kammerkór Norðurlands frumflytja VÖLUSPÁ.
Völuspá er nýtt sinfónískt verk eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson fyrir söngkonu, sinfóníuhljómsveit og kór. Verkið er samið upp úr ljóðum Völuspár og mun Valgerður Guðnadóttir taka að sér hlutverk Völvunnar.
Þorvaldur Bjarni hefur samið tónlist við fjölda söngleikja, má þar nefna Gosa, Benedikt Búálf og Ávaxtakörfuna. Hann er gítarleikari og lagahöfundur Todmobile og hefur samið og tekið upp tónlist fyrir allar tegundir miðla samtímans.
Valgerður á sér frækinn feril í söngleikjum og óperum. Eftirminnileg er frammistaða hennar í Vesalingunum í uppsetningu Þjóðleikhússins árið 2011 þar sem hún söng hlutverk hinnar ólánssömu Fantine.
Ljóð Völuspár eru í dag ein okkar helsta heimild um norræna goðafræði. Í ljóðunum er sagt frá sögu heimsins, allt frá sköpun til ragnaraka og er það í gegnum samtal Völvu og Óðins sem við fáum að upplifa sögu Goðanna. Nýtt videólistaverk eftir Sól Hrafnsdóttur verður flutt samhliða verkinu og verður því varpað á bíótjald á bakvið hljómsveitina.
Það verða Ragnarök í Hofi 14.febrúar.
Einnig verða flutt stórvikin Promotheus eftir Frans Lizt og Pan og Ecco eftir Sibelius
GOÐI styður við bak Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands á þessum tónleikum sem eru unnir í samstarfi við Menningarhúsið Hof.
Tónskáld-Völuspá: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson
Hljómsveitarstjóri: Guðmundur Óli Gunnarsson
Sjónlist: Sól Hrafnsdóttir
Völvan: Valgerður Guðnadóttir