Strengjasveit 3

Strengjasveit 3 hefur verið starfrækt við tónlistarskólann lengi og er sveitin samansett af lengst komnu strengjanemendum skólans. Í hljómsveitinni eru um 20 hljóðfæraleikarar, sem leika á fiðlur, víólur og selló. Verkefnin eru fjölbreytt og tekur hljómsveitin þátt í samstarfi við aðrar sveitir skólans. Einnig hafa verið haldnir nokkrir samstarfstónleikar við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Stjórnandi er Ásdís Arnardóttir. Æfingar eru á Mánudögum frá 17.00-19.00 í Lundi í Hofi.