Anton Líni gefur út brakandi ferskan smell

Anton Líni er nemandi á fyrsta ári í skapandi tónlist við Tónlistarskólann á Akureyri.  Hann hefur á síðustu árum sent frá sér nokkur lög sem öll hafa fengið góðar viðtökur og þó nokkra spilun.  "Ég veit" er fyrsta lagið sem hann pródúserar sjálfur, en lagið er jafnframt það fyrsta sem kemur út eftir að hann hóf nám hér við skólann.  Lagið er hluti af verkefni vetrarins, sem er að gefa út EP plötu með eigin lögum.  Anton Líni semur lag og texta auk þess að syngja og spila á öll hljóðfærin í laginu.