Björn Helgi og Eysteinn Ísidór komnir í aðra umferð EPTA píanókeppninnar.

Tveir nemendur Tónlistarskólans á Akureyri eru nú komnir áfram í aðra umferð í píanókeppni EPTA (European Piano Teachers Association).  Þetta eru þeir Björn Helgi Björnsson og Eysteinn ísidór Ólafsson.  Keppnin fer fram í Kaldalóni í Hörpu laugardaginn 24. nóvember og í framhaldi verður svo úrslitakeppnin sunnudaginn 25. nóvember.

Við hér í Tónlistarskólanum erum að sjálfsögðu afar stolt af þessum ungu mönnum og óskum þeim velfarnaðar í Hörpu.