Diana Sus heldur jólatónleika á R5

Diana Sus er nemandi í Skapandi Tónlist hér við tónlistarskólann.  Tónlistarverkefni hennar þetta árið er tónleikahald og munu fyrstu tónleikarnir fara fram á R5 fimmtudaginn 20. desember kl. 21:00.

Diana Sus mun spila notalega jazztónlist í huggulegu jólaumhverfi ásamt  Risto Laur á piano og Stefani Ingolfssyni á bassa.

Mætum í fínu fötunum og upplifum saman jólastemningu á R5.
Aðgangseyrir er kr. 1500.