Egill og Eik senda frá sér lagið Morgunsár

Morgunsár er fyrsta lag af fyrstu plötu Eikar og Egils.

Platan heitir Lygasögur og kemur út í júní.

Eik og Egill eru 18 og 19 ára Akureyringar og hafa spilað saman síðan þau voru 14 og 15 ára.  Eik útskrifast nú í vor með framhaldspróf í dægurlagasöng, en Egill er á fyrsta ári af þremur í Skapandi Tónlist.

Lagið fjallar um söknuð og líkir morgunsári við líkamlegt meiðsli.

 

 

Lagið er líka komið á Spotify og á spilunarlista Tónak