Flammeus með nýtt lag á jóladag

Flammeus er listamannsnafn Tuma Hrannar-Pálmasonar.  Hann hefur nú gefið út annað lagið af væntanlegri breiðskífu. 

Lagið "It" var upprunalega samið á kassagítar þegar Tumi datt niður á skemmtilega óvenjulega hljóma í E-dúr. Hann var ný orðinn 16 ára. Þetta var semsagt í mars/apríl 2014.  Sumarið eftir það fór Tumi með fjölskyldunni í ferð um England og þau stoppuðum meðal annars í London. Þar settist hann undir tré í almenningsgarði í blíðskaparveðri og samdi textann við lagið. Hann er innblásinn af einföldu hlutunum sem færa okkur hamingju í lífinu, eins og að mæta fólki með brosi og heilsa.

Lagið var mjög fljótt að smella hjá strákunum á æfingu þegar Tumi sýndi hinum það fyrst, enda hentar það dýnamíkinni  í bandinu mjög vel, verandi frekar fönk-miðað í eðli sínu. 

Lagið er komið á helstu streymisveitur.

 

Hér má hlusta á lagið á Spotify.

Lagið er einnig komið á spilunarlista Skapandi Tónlistar: