Flautudagur á Húsavík 11. nóvember 2018

Árið 2016 tóku nokkrir þverflautukennarar á Norðurlandi sig saman og blésu til Flautudags í Hofi. Hugmyndin með þessum degi var að efla tengslanet flautunemenda og -kennara á Norðurlandi. Flautudagurinn heppnaðist mjög vel og var mikil hvatning fyrir nemendur og kennara. Ákveðið var að gera Flautudaginn á Norðurlandi að árlegri hefð.

Þetta er því þriðja árið í röð sem við höldum Flautudag á Norðurlandi.

Flautudagurinn í ár verður haldinn sunnudaginn 11. Nóvember, að þessu sinni, á Húsavík. Það eru þær Adrienne Davis, Petrea Óskarsdóttir og Una Björg Hjartardóttir sem munu leiðbeina og stjórna samspilshópum. Sunna Friðjónsdóttir verður gestakennari, hún mun leggja áherslu á samspil eldri nemenda með spunaívafi.

Í ár verður aðaláherslan lögð á spilagleði í samspilshópum og dagskráin endar á tónleikum kl 16:00 þar sem hlusta má á afrakstur dagsins auk annara fyrfram undirbúinna atriða.

Tónlistarskólinn á Akureyri, Tónlistarskóli Eyjafjarðar og Tónlistarskóli Húsavíkur standa að námskeiðinu en flautunemendum af öllu Norður og Austurlandi stendur til boða að taka þátt. Boðið er uppá rútuferð fyrir nemendur Flautudagsins til og frá Húsavík og verður lagt af stað frá Hofi á sunnudagsmorgninum kl 9:00 og áætluð heimkoma kl 18.

Skráning og allar nánari upplýsingar eru hjá Petreu Óskarsdóttur á netfangið petrea@simnet.is