Fara í efni

Framhaldsprófstónleikar Hafsteins Davíðssonar á Græna Hattinum

Framhaldsprófstónleikar Hafsteins Davíðssonar á Græna Hattinum

Framhaldsprófstónleikar trommuleikarans Hafsteins Davíðssonar verða á Græna Hattinum miðvikudaginn 12. maí kl. 17:00.

Hafsteinn byrjaði 12 ára gamall að læra á trommur í Tónlistarskólanum á Akureyri.  Nú, átta árum seinna hefur hann lokið námskrá í trommuleik með afar góðum árangri, og lokapunkturinn er svo þessir framhaldsprófstónleikar.

Á efniskránni eru fjölbreytt lög úr jazz, popp, og funk heiminum, þar sem Hafsteinn leikur á trommusett með tveimur mismunandi hljómsveitum.  Auk þess er skemmtilegt slagverksverk á boðstólnum.

Takmarkað sætaframboð er, og jafnframt er grímuskylda á tónleikunum.