Glæsileg lokahátíð Nótunnar 2019 í Hofi

Tónlistarskólinn á Akureyri óskar öllum nemendum, foreldrum, kennurum og stjórnendum til hamingju með hreint frábæra uppskeru á lokahátíð Nótunnar í Hofi laugardaginn 6. apríl. Þau tuttugu og fjögur atriði sem flutt voru á tvennum tónleikum voru hvert öðru glæsilegra og geta nemendur verið stoltir af frammistöðu sinni.

Sjónvarpsstöðin N4 var á staðnum og munu þeir sýna 30 mínútna þátt um Nótuna annan í páskum.  Einnig var stutt umfjöllun í þættinum Að Norðan, sem horfa má hér að neðan:

 

Facebook síða hátíðarinnar hefur að geyma meiri fróðleik, ásamt fjölda mynda.