Hauststilla - Tónleikar fimmtudaginn 25. október

Fimmtudaginn 25. október kl. 20:00  í Deiglunni fara fram tónleikarnir Hauststilla, þar sem nemendur tónlistarskólans úr skapandi tónlist, og rytmískri deild koma fram.

Lögð er áhersla á hlýja og þægilega stemmningu, lifandi hljóðfæraleik og frumsamda tónlist.

Fram koma: Anton Líni, Dana Ýr  Diana Sus, Einar Óli, Flammeus, GRINGLO og Stefán Elí

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.