Hljómsveitin Flammeus sendir frá sér sitt fyrsta lag

Hljómsveitin Flammeus samanstendur af nemendum tónlistarskólans, bæði frá rytmískri deild og skapandi tónlist.

Hljómsveitina skipa:

Tumi Hrannar-Pálmason, söngur og bassi

Jóhannes Stefánsson, gítar

Guðjón Jónsson, hljómborð

Hafsteinn Davíðsson, trommur

 

Hljómsveitin vinnur nú að breiðskífu og er það enn einn nemandi tónlistarskólans, Sigfús Jónsson, sem sér um upptökur, hljóðblöndun og hljómjöfnun.

Fyrsta lagið af þessari væntanlegu breiðskífu, Jenny, var tekið upp "læf", þeas hljómsveitin flutti lagið saman, og voru hljóðfæri og söngur tekin upp í einu.

Bakraddakór í lok lags var svo tekinn upp sér, og er hann einnig skipaður nemendum skólans.

Hægt er að hlusta á lagið hér:

 

Laginu hefur einnig verið bætt inn á spilunarlista skapandi tónlistar sem má nálgast hér: