Ivan Mendez með nýtt lag

Ivan Mendez er einn þó nokkurra nemenda við Skapandi Tónlist sem hefur haldið erlendis í áframhaldandi nám.  Hann stundar nú nám við BIMM Institute í Berlín þar sem hann hefur komið sér vel fyrir og vinnur nú tónlist sína í alþjóðlegu umhverfi stórborgarinnar.  Ivan hefur í vetur verið duglegur að gefa út lög, og nú á dögunum kom út þriðja lagið í fimm laga seríu sem hann er að vinna í.  Lagið kallast RED og verður að segjast eins og er að það er afskaplega vel heppnað.

Ivan Mendez hefur jafnframt opnað vefsíðu þar sem hann skrifar um lögin sín og fleira.  

Hér má hlusta á lagið á Spotify

Jafnframt er lagið komið á spilunarlista Skapandi Tónlistar