Ivan Mendez sendir frá sér retro synthasprengju

Mynd: Diana Sus
Mynd: Diana Sus

Söngvarinn og lagasmiðurinn Ivan Mendez er nemandi í skapandi tónlist.

Hann var að senda frá sér lagið "Lust" sem hann kallar synthasprengju með retró blæ.  Ivan syngur og spilar á öll hljóðfærin auk þess að taka upp og hljóðblanda lagið.

Lagið er nokkuð frábrugðið því sem Ivan hefur verið að gera undanfarið, en síðastliðið vor gaf hljómsveitin hans, Gringlo, út 6 laga EP plötu.  Ivan segist vera mikill rokkhundur en einnig alltaf verið heillaður af hljóðgervlum og stórum hljóðheimum.  Nýja lagið sameinar þetta tvennt á skemmtilegan máta.

Hér má hlusta á lagið á Spotify:

Laginu hefur einnig verið bætt á spilunarlista skapandi tónlistar, sem má nálgast hér: