Kennsla í íslenskri þjóðlagatónlist

Finnska þjóðlagasöngkonan Anna Fält á Þjóðlistahátíðinni Vöku 2018.
Finnska þjóðlagasöngkonan Anna Fält á Þjóðlistahátíðinni Vöku 2018.

18. janúar hefst kennsla í íslenskri þjóðlagatónlist við tónlistarskólann okkar. Það hefur lengi verið á dagskrá hjá skólanum að bjóða upp á formlegt nám í íslenskri þjóðlagatónlist og er áfanginn bæði kynning á þjóðlagatónlist almennt og yfirgripsmikill inngangur að íslenskri þjóðlagatónlist. Þessi áfangi, sem er í kjarna klassísku- og rytmísku námsleiðanna á stúdentsprófsbrautinni, stendur til boða öllum nemendum sem hafa lokið grunnprófi í tónfræði og hljóðfæraleik/söng. 

Kennslan fer fram í Lundi, á 2. hæði í Hofi, á föstudögum kl. 15:00-16:00 og er kennari Guðrún Ingimundardóttir, starfandi skólastjóri TA.

Þeir sem vilja skrá sig í áfangann sendi netpóst á gudruni@tonak.is

Sjá kennsluáætlun áfangans á heimasíðu skólans