Masterklass með Kristni Sigmundssyni

Söngvarinn ástsæli Kristinn Sigmundsson lagði nýverið leið sína til Akureyrar að syngja Vetrarferðina eftir Schubert. Í þeirri sömu ferð gaf hann sér tíma til að veita lengra komnum söngnemendum tónlistarskólans masterklass í Hofi. Átta nemendur sungu fyrir meistarann og fengu leiðsögn. Var það hin mesta upplyfting og ákaflega fróðlegt að hlusta og nema af honum. Nemendur sperrtu eyrun, og leiðbeindi Kristinn þeim af bæði nákvæmni og andagift um sönginn og tónlistina. Tónlistarskólinn þakkar Kristni kærlega fyrir skemmtilegan dag og bitastæða kennslu! 

Kristinn

Kristinn