Fara í efni

Nýtt lag frá Miomantis

Nýtt lag frá Miomantis

Davíð Máni er nemandi á þriðja ári í skapandi tónlist hér í tónlistarskólanum.  Undanfarin ár hefur hann gefið út nokkur lög, fyrst á Soundcloud, en síðar einnig á Spotify og öðrum streymisveitum.  Fram að þessu hefur tónlistin einkum verið gítardrifið rokk, en á nýjasta lagi Davíð Mána, sem hann gefur út undir listamannsnafninu Miomantis, kveður við nýjan tón.  Lagið má flokka sem raftónlist, og nýtur Davíð Máni aðstoðar Zophoníasar Tuma sem sér um hljóðgerflaspil, en sjálfur spilar Davíð máni á gítara í laginu.

Davíð segir að hann hafi viljað prófa að gera eitthvað öðruvísi en hingað til, og að mikið af tilfinningum hafi verið sett í lagið, en lagið, sem og mörg laga hans fjallar um þunglyndi.

Lagið er fyrsta smáskífan af væntanlegri plötu Miomantis, BLEAK, og segist Davíð Máni afar spenntur fyrir því verkefni sem hann telur hafa upp á meira að bjóða en lög hans hingað til.

Hér má hlusta á lagið á Spotify:

 

 

Lagið er komið á spilunarlista skapandi tónlistar