Fara í efni

Nemendur og kennarar Tónlistarskólans flytja Misa Criolla fimmtudagskvöldið 28. febrúar.

Nemendur og kennarar Tónlistarskólans flytja Misa Criolla fimmtudagskvöldið 28. febrúar.

Fimmtudagskvöldið 28. febrúar kl. 20:00 verða haldnir tónleikar í Hömrum sem helgaðir eru tónlist frá Suður-Ameríku. Flytjendur eru nemendur og kennarar Tónlistarskólans á Akureyri.

Flutt verður hið vinsæla verk Misa Criolla eftir argentínska tónskáldið Ariel Ramirez. Flytjendur eru kór Tónlistarskólans, einsöngvararnir Helena Guðlaug Bjarnadóttir, Margrét Árnadóttir og Jana Salóme I. Jósepsdóttir og Seis Santos sveitin sem skipuð er kennurum og nemendum úr skólanum. Öllu galleríinu stjórnar Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.


Misa Criolla var samið árið 1963 og er verkið bræðingur þjóðlegra og trúarlegra stíla. Það er byggt á þjóðlagatónlist Suður-Ameríku, einkum ryþmum og laglínum frá Argentínu.
Auk messunnar verða flutt sönglögin Perfect eftir Ed Sheeran og Agua de beber eftir Antonio Carlos Jobim og þrír söngvar frá Kúbu eftir Xavier Montsalvatge. Þá flytur sellóhópur lagið Samba mango walk og að lokum flytur Ungmennakór Akureyrarkirkju, Michael Weaver saxófónleikari og Seis Santos sveitin þrjú lög undir stjórn Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir að gleðjast með nemendum og kennurum Tónlistarskólans í suðrænni sveiflu.