Fara í efni

Ólafur Sveinn Traustason heldur tónleika í Akureyrarkirkju

Ólafur Sveinn Traustason heldur tónleika í Akureyrarkirkju

Ólafur Sveinn Traustason, nemandi í skapandi tónlist hér við tónlistarskólann, heldur ör-tónleika í Akureyrarkirkju miðvikudaginn 9. maí.  Tónleikarnir eru lokaverkefni þessa árs hjá honum í náminu, og á þeim verða tvö ný verk eftir Ólaf Svein flutt.

Annars vegar er lagið "Leiðin til þín" sem höfundur hefur útsett fyrir strengjasveit og söng, en söngkonan Edda Borg Stefánsdóttir mun syngja það ásamt strengjasveitinni.  

Hinns vegar er lag sem ber nafnið "Mitt Ísland".  Það lag er flutt af meðlimum úr Karlakór Akureyrar Geysi, ásamt Helga Þorbirni Svavarssyni hornleikara.

Stjórnandi er Ólafur Sveinn.