Skólasetning Tónlistarskólans

Skólasetning Tónlistarskólans á Akureyri verður í Hamraborg miðvikudaginn 29. ágúst kl.18:00.

Þar verða nemendur boðnir velkomnir og sagt frá starfi skólans í vetur. Eftir stutt ávarp fá nemendur tækifæri til að hitta kennara sína og finna hentugan tíma fyrir kennslustund í vetur. Einnig munu kennarar skólans flytja stórskemmtileg tónlistaratriði.