Fara í efni

Skólastarf næstu daga

Skólastarf næstu daga

Vegna hertra sóttvarnarráðstafana sem taka gildi 20. október  munum við gera eftirfarandi breytingar á skólastarfinu í tónlistarskólanum næstu tvær vikur:

Einkatímar verða óbreyttir en nemendur fæddir 2004 og fyrr þurfa að gæta að tveggja metra fjarlægð.  

Kennsla verður með óbreyttum hætti í forskóla og hringekju.

Í hljómsveitarstarfi er þeim nemendum sem fæddir eru 2004 og fyrr skylt að bera grímur, með undantekningu fyrir söngvara og blásara sem verða að halda tveggja metra fjarlægð.  Einnig er grímuskylda í  samsöngstímum og CVT þó með undantekningu fyrir þann nemanda sem er að syngja hverju sinni.

Spunatímar falla niður.

Bóklegar greinar (tónfræði, hljómfræði, saga, skapandi hljóðvinnsla,  lífsleikni og þess háttar) verða almennt kenndar í fjarnámi en það veltur þó á stærð hópa. Nemendur munu fá tölvupóst frá kennurum með frekari upplýsingum.

Að öðru leyti verður skólastarf með sama hætti og undanfarið. 

Við minnum á haustfríið sem verður dagana 22. og 23. október og þökkum ykkur þolinmæði og skilning meðan að við fetum okkur í nýjum veruleika.