Stefán Elí og Ivan Mendez syngja um grátandi engla

Nýverið gaf bleikhærði tónlistarmaðurinn Stefán Elí út lagið When Angels Cry.  Lagið er sjötta lag Stefáns Elís á sex mánuðum, en þau lög og fleiri væntanleg á vormánuðum mynda saman tónlistarverkefni Stefáns Elís í Skapandi Tónlist þetta skólaárið. Verkefnið  ber heitið Break My Heart So I Know.

When Angels Cry er rólegt, dimmt og ákaflega persónlulegt lag sem fjallar um þá djöfla sem við öll glímum við, þrátt fyrir að þeir djöflar séu oftar en ekki ósýnilegir öðrum en okkur sjálfum.  Hljóðheimurinn er heillandi blanda af kassagítar, píanói, fjarlægum rafhljóðum og skapandi notkun á raddeffectum.

Með Stefáni Elí í laginu er Ivan Mendez, en þeir félagar hafa áður leitt saman hesta sína í lögunum Apple Juice og Say You Love Me Now, en bæði þau lög eru mun hressari en engarnir grátandi.

Spotify líkaði það vel við lagið að þeir hafa sett það á spilunarlistann Soft Morning, sem hefur 85.000 fylgjendur.  Þetta hefur gefið laginu byr undir báða vængi, og er lagið það lag Stefáns Elís sem hefur hraðast vaxið í vinsældum á Spotify.

Lagið má hlusta á hér:

 

 Lagið er jafnframt á spilunarlista Skpandi Tónlistar