Stefán Elí og Rán Ringsted saman í nýju lagi

Ljósm: Daníel Starrason
Ljósm: Daníel Starrason

Stefán Elí hefur sent frá sér nýtt lag, en þetta er fjórða útgáfa hans á fjórum mánuðum.  Nýja lagið heitir Hoping That You're Lonely og þiggur hann þar aðstoð frá  Rán Ringsted sem syngur gullfallega með honum.  Lagið er huggulegt alternative popp lag þar sem gítarar Stefáns njóta sín vel í bland við rafhljóð af ýmsum toga auk radda þeirra Stefáns Elís og Ránar.

Lagið er enn eitt dæmið um vel lukkaða samvinnu nemenda í tónlistarskólanum, en Stefán Elí er nemandi í skapandi tónlist og Rán Ringsted er nemandi í rytmískri söngdeild.

Lagið er komið á helstu streymisveitur veraldar og má m.a. hlusta á það á Spotify:

Lagið er líka komið á spilunarlista skapandi tónlistar