Fara í efni

TOR gefur út sitt annað lag

TOR gefur út sitt annað lag

Hljómsveitin TOR sló í gegn á Hauststyllu 2020 á Græna Hattinum.  Hljómsveitin er skipuð tveimur 16 ára Dalvíkingum, þeim Þorsteini Jakobi Klemenzsyni og Þormari Erni Guðmundssyni.  Þorsteinn Jakob er nemandi á fyrsta ári í Skapandi Tónlist í tónlistarskólanum.

Þeir félagar sendu nú á dögunum frá sér lagið Finn Ekki Neitt, sem er önnur smáskífa þeirra af væntanlegri breiðskífu, sem þeir eru að vinna.

Það er óhætt að segja að þrátt fyrir ungan aldur sé ekki um neinn byrjendagrag að ræða hjá þeim strákunum.  Fylgist með, þeir eiga eftir að gera stóra hluti.

Hér má hlusta á lagið Finn Ekki Neitt á Spotify:

Lagið er einnig komið á spilunarlista Skapandi Tónlistar