Fara í efni

Umhverfis tónlistarheiminn á 120 mínútum

Umhverfis tónlistarheiminn á 120 mínútum

STEF og ÚTÓN í samstarfi við Tónlistarskólann á Akureyri, halda sameiginlegan fund með norðlensku tónlistarfólki á Akureyri þann 15. maí næstkomandi kl. 16:00 í Hömrum í Menningarhúsinu Hofi..

Guðrún Björk frá STEF mun fjalla um greiðslur frá tónlistarveitum og tónlist í kvikmyndum og sjónvarpi og Bryndís frá ÚTÓN mun kynna stuðning og fræðslu ÚTÓN og fjalla um endurgreiðslur vegna hljóðrita.

Aðstaðan í Hömrum býður upp á að gott pláss sé á milli gesta, þannig að samkomureglum verður fylgt í hvívetna.


Til þess að geta undirbúið aðstöðuna sem best er mikilvægt fyrir okkur að vita hversu mörgum við eigum von á, við biðjum ykkur sem ætlið að mæta því að skrá ykkur Facebook viðburðinnhér sem "going" þannig að við getum gert viðeigandi ráðstafanir.