Fara í efni

Vel heppnuð flautuhelgi í Hofi og Laugarborg

Vel heppnuð flautuhelgi í Hofi og Laugarborg

Það var líf og fjör í Tónlistarskólanum á Akureyri, í Hofi og Laugarborg um helgina, 1.-3. nóvember. Full rúta af sunnlenskum flautuleikurum mætti þar félögum frá Akureyri, Húsavík og Svalbarðseyri.

Alls tóku um sextíu nemendur þátt í Flautuhátíðinni: kennsla, samspil, leikir, sund, Jólahús, yoga og masterklass, tónleikahald, glens og gaman.

Þetta var samstarf kennaranna, Petreu Óskarsdóttur, Unu Bjargar Hjartardóttur, Adrienne Davis, Pamelu De Sensi, Guðrúnar Birgisdóttur, Margrétar Stefánsdóttur og Eydísar Franzdóttur.

Auk Tónlistarskólans á Akureyri komu kennarar og nemendur frá Tónlistarskóla Húsavíkur, Valsárskóla,Tónskóla Sigursveins og Tónlistarskóla Kópavogs

Flautuhelgi