Upptökur og sjálfsmat 1B

Upptökur og sjálfsmat 1B

Vorönn 2021  

Kennari: Daníel Þorsteinsson  

Mætingarskylda: 100 %  

Námsmat: Símat út frá virkni og mætingu   

Þrep: 1 

Einingar: 1 

Áfangalýsing:

Markmiðið er að þjálfa nemendur í því að nota sjálfsmat á uppbyggilegan hátt og að þroska hæfni til þess að meta eigin stöðu, eigin frammistöðu í tímum, á upptökum og á tónleikum. Skoðaðar verða aðferðir til að meta frammistöðu út frá tæknilegum þáttum sem og túlkun. Áhersla lögð á að nemendur læri að móta raunsæjar áætlanir í samræmi við stöðu og markmið. 

Námsmarkmið:

Þekking:

 Í áfanganum verður leitast við að temja sér sjálfsmat sem er eins hlutlaust og framast er unnt, þ.e.a.s. að taka sjálfan sig útúr jöfnunni, læra að þekkja styrkleika sína og að greina markvisst það sem þarf að bæta.  

Lýsing: 

1)Í áfanganum skrifa nemendur sjálfslýsingu/lífshlaup sem tengist tónlistarnámi/-iðkun þeirra, rýnt í tímum og lögð áhersla á óhlutbundið mat. 

2) Í áfanganum fá nemendur þjálfun í því að greina upptökur annarra, skoða hvað þykir vel gert, hvað mætti bæta og hvað aðgreinir einn flutning frá öðrum m.t.t. til fyrirframgefinna viðmiða. Áhersla lögð á virkar umræður. 

3) Í áfanganum hljóðrita nemendur tónlist sem þeir eru að vinna að í einkatímum sínum, greina upptökurnar með aðstoð kennara og endurhljóðrita og fullkomna verkið í kjölfar umræðna og gagnrýni. Læra að þekkja styrkleika sína og greina það sem þarf að bæta. 

4) Áfanganum lýkur með upptöku í hljóðveri á verki/verkum sem nemandinn hefur undirbúið, árangurinn rýndur og ræddur í lokin og þeim aðferðum beitt við matið sem nemendur hafa tileinkað sér í áfanganum. 

Námsgögn:

Hljóð- og myndupptökur, glærur. 

Námsmat:

Einkunn er annaðhvort staðist eða fallið.  Einnig er gefin umsögn eftir önnina.  Til að standast áfangann þarf að mæta í amk 80% af tímum sem eru og skila inn amk 80% af þeim verkefnum sem eru lögð fyrir.

Námsmat

Námsmatsþáttur

Lýsing námsmatsþáttar

Vægi

Mæting

Mæting í tíma. Ekki þarf að vinna upp forföll vegna veikinda.  

  50%

Virkni

Hlustun í tímum, þátttaka í umræðum og skil á verkefnum. 

  50%

 

Námsáætlun

Önnin

Viðfangsefni

Verkefni

Janúar til Maí

Unnið með ofangreind atriði eftir föngum og því hvernig áfanginn þróast.  

 Ritun: sjálfsmat, lífshlaup, greiningar á eigin flutningi og annarra, upptökur. 

Réttur til breytinga á þessari áætlun er áskilinn.