Lúðrasveit Akureyrar

Lúðrasveit Akureyrar kemur fram á tyllidögum bæjarins, svo sem 17.júní, sjómannadeginum og alþjóðlegum degi verkalýðsins, 1.maí og við hversskonar tilefni.

Starf Lúðrasveitarinnar er samofið starfi blásarasveitanna við Tónlistarskólann.  Þetta er mjög hátíðleg sveit þar sem saman koma nemendur úr blásarasveit, big band, grunnsveit og góðir tónlistar-félagar búandi á Akureyri. Til verður öflug lúðrasveit sem „marsera“r um bæinn á tyllidögum og heldur uppi fjörinu. Þetta er eitt það skemmtilegasta sem hægt er að gera þegar maður spilar í blásarasveit. 

Ekki hika við að hafa samband við tónlistarskólann ef þú vilt panta Lúðrasveit Akureyrar til að spila á þínum viðburði. Einnig er hægt að hafa beint samband við stjórnendur blásarasveitanna (soleye@tonak.is, unabjorg@tonak.is).

 

Myndir úr starfi:

1. maí - Lúðrasveit Akureyrar