Hringekjan

Hljóðfærahringekjan verður í boði fyrir alla sem eru í 3. og 4. bekk grunnskólanna. Kennslufyrirkomulag verður þannig að kennt verður í u.þ.b. 6 manna hóptímum þar sem nemendur sækja Hljóðfærahringekjuna eftir grunnskólatíma. Kennt verður í menningarhúsinu Hofi.

Tímanum er skipt niður í 2X30 min. þar sem nemendur byrja á því að læra og kynnast tónlist í hóp. Til þess að ná markmiðum Hljóðfærahringekjunar verður að beita fjölbreyttum kennsluaðferðum. Svo sem hlustun, rythmaæfingum eins og búkslætti, dansi, leikjum, söng og hverju því sem kennaranum dettur í hug hverju sinni og er náminu til framdráttar. Seinni 30 mín. fara nemendur 3 og 3 saman til hljóðfæra kennara sem mun kynna fyrir þeim undirstöðu atriði í hljóðfæraleik.