Fara í efni

Námið í tónlistarskólanum

Tónlistarskólinn á Akureyri starfar eftir aðalnámskra Tónlistarskóla.  Skólinn býður upp á fjölbreytt nám við allra hæfi.  Ungir nemendur sem langar að kynnast skólastarfinu áður en þeir ákveða hvort þeir vilji stunda tónlistarnám geta skráð sig í tónlistarforskóla eða hringekju en um leið er öllum áhugasömum mögulegt að sækja um nám í klassískri eða rytmískri deild til að stunda nám á hljóðfæri að eigin vali. Skólinn rekur auk þess öfluga Suzukideild fyrir fiðlu, víólu, selló og píanó en sú deild starfar innan ramma klassísku deildarinnar en þar er unnið eftir móðurmálsaðferðinni.

Skólinn býður sömu leiðis upp á skapandi tónlistardeild sem er fyrst og fremst ætluð nemendum sem komnir eru á unglingsaldur og hafa sérstakt áhugasvið sem ekki rúmast innan ramma klassískrar og rytmískrar tónlistar, (svo sem að leggja stund á laga og ljóðasmíðar, gefa út  eigin tónlist eða hvað það annað sem þeir hafa sérstakan áhuga á.)  Nemendur sem velja skapandi tónlist þurfa að hafa skýra og ákveðna sýn á það hvað þeir ætla að áorka með námi sínu.    Hægt er að finna ítarlegar upplýsingar um fyrirkomulag námsins hér í stikunni efst til hægri.