NefTónak

Um

Neftónak er Nemendafélag Tónlistarskólans á Akureyri. Framundan er spennandi vetur fullur af nýjungum - skráðu þig í félagið með tölvupósti, neftonak2010@gmail.com.

Kíktu á okkur á facebook

Verkefni

Markmið félagsins eru:
-Að efla félagslíf og samstöðu milli nemenda, m.a. með því að efla kvöldvökur, tónleikakvöld og DVD kvöld, hafa hópferðir nemenda á hina ýmsu tónleika, leiklestra og sýningar, stefnt er að því að hafa árlega menningarferð suður á bóginn þar sem skoðaðir væru skólar á borð við FÍH og listaháskólann, farið á tónleika og jafnvel litið við á æfingum hjá t.d. Sinfó. Einnig er stefnt að því að halda Lokahóf í lok vetrar þar sem kenna myndi ýmissa grasa.
-Hafa starfandi trúnaðarman nemenda, sem gætir hagsmunna þeirra og sem þeir geta leitað til nafnlaust komi eitthvað uppá eða vakni einhverjar spurningar.
-Að auka fræðslu um nám eftir Tónlistarskólann og framtíð í tónlist. Við viljum halda fyrirlestra og kynningarkvöld þar sem kennarar skólans og aðrir tónlistarmenn deila með okkur þeirra námsframvindu og feril í tónlist
-Halda spennandi masterclassa bæði með aðkomufólki og því hæfileikafólki sem er til staðar í skólanum. Einnig viljum við hafa hljómsveitaræfingar með blönduðum hljómsveitum þar sem yngri nemendur fá færi á að spila með eldri og lengra komnum nemendum.
-Gera nemendakort sem veita myndu hina ýmsu afslætti víðs vegar um bæinn. Hver og einn félagsmeðlimur fær skírteini með nafni sínu og kennitölu sem hann getur framvísað gegn afslætti.
-Virkja nemendur skólans - setja upp Hugmyndakassa í Tónlistarskólanum þar sem nemendur geti komið hugmyndum sínum á framfæri, um það sem mætti bæta í skólanum eða ferskar hugmyndir að atburðum.
-Halda úti virkri heimasíðu, þar sem nemendur geta séð afslætti og tilboð, fylgst með næstu atburðum, komið hugmyndum á framfæri eða spjallað um allt milli himins og jarðar.

Stjórn NefTónak

Steinunn Atladóttir- formaður
sími: 6913991
netfang: steinunnatla@gmail.com

Aldís Bergsveinsdóttir- Varaformaður
sími: 8947987
netfang: 11abe@ma.is

Sigrún Mary McCormick – Ritari og Trúnaðarmaður nemenda
sími: 8467354
netfang: sigrunmarymc@gmail.com


Baldur Auðunn Vilhjálmsson - Gjaldkeri
sími: 7748272
netfang: 11bv@ma.is

Guðríður Lilja Lýðsdóttir – Skemmtanastjóri
sími: 8201595
netfang: gudridurlilja@gmail.com