Fara í efni

Um Söngvaflóð

Söngvaflóð

Verkefnið:

Verkefnið byggir á samsöng kennara og nemenda þar sem tónlistarkennara úr Tónlistarskólanum á Akureyri heimsækja grunn-og leikskóla einu sinni í viku og syngja saman undir stjórn tónlistarkennara.

Söngskrá og námsefni vetrarins verður þróuð af þverfaglegu teymi tónlistar- grunn- og leikskólakennara, og verður reynt að tengj við námsefni skólanna og reynt að hafa þema á hverri önn.

Sett verður upp kennsluáætlun fyrir hverja viku starfsársins og munu allir skólarnir vinna sama efni á sama tíma. Notast verður við heimasíðu tónlistarskólans https://www.tonak.is/is/songbok þar er að finna heimasíðu söngvaflóðs þar sem allar upplýsingar koma fram og er einnig okkar söngbók.

 

Markmið:Að auka tónlist í skólunum, styðja við ákvæði í aðalnámsskrá um list og verkgreinakennslu og auka sjálfstæði almennra kennara hvað miðlun tónlistar varðar. Brjóta upp skólastarf og auka samvinnu meðal kennara og tengingar þeirra út í samfélagið. Rannsaka áhrif samsöngs og innleiðingu tónlistar á skólamenningu, líðan nemenda og árangur.

Samstarfsaðilar: Allir grunn-, og leikskólar Akureyrarbæjar, Tónlistarskólinn á Akureyri, Fræðslusvið Akureyrarbæjar, Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri og Skólaþróunardeild Háskólans á Akureyri.

Árangursmæling: Þegar verkefnið hefst verður fyrst og fremst lögð áhersla á að mæla áhrif þess á skólastarf og menningu grunn-, og leikskóla. Þættir sem fyrst og fremst verða skoðaðir eru líðan nemenda fyrir og eftir upphaf verkefnisins, reglulegar mælingar á viðhorfum tónlistarkennara sem og almennra kennara til verkefnisins, virkni almennra kennara í miðlun tónlistar og mat skólastjórnenda á áhrifum verkefnisins á skólamenningu skólanna. Sérstaklega verður lögð áhersla á mat á áhrifum verkefnisins á virkni og líðan nemenda með adhd og einhverfugreiningar. Umfang úrtaksins og aðferðafræði rannsóknarinnar verður þróað í samstarfi við RHA og skólaþróunardeild HA.

Tími verkefnis: Upphaf verkefnis verður haustönn 2017 og munu mælingar standa yfir í fjögur ár, en áætlað er að verkefnið verði með tíð og tíma hluti af hefðbundnu skólastarfi.

Ábyrgð verkefnið: Tónlistarskólinn á Akureyri hefur umsjón með verkefninu og mun leiða námsefnisgerð og skipulag í samstarfi við tengiliði og stjórnendur skólanna. Deildarstjóri mun vera úr hópi tónlistarkennara sem vinnur í þverfaglegu teymi með skólunum. Deildarstjóri og tónlistarkennarar svara til skólastjóra Tónlistarskólans.

 

Áfangalýsing: Grunnskólar Söngvaflóð er samsöngur þar sem kennarar og nemendur hittast einu sinni í viku og syngja fjölbreytt lög, í margskonar stílum undir stjórn tónlistarkennara. Farið er yfir fjölbreytt efni og unnið með t.d. tungumál, íslensku, ensku og dönsku. Unnið er með hreyfingu, hlustun og einnig er farið í tónlistarsögu þar sem rætt er um höfunda lags og texta, hvernig verður lag og texti til. Nemendur og kennarar eru hvattir til að semja sitt eigið lag eða eigin texta. Verkefnið gengur út á að gera börnin meðvitaðri um menningararfleið sína og tengja saman tónlist, hreyfingu og ljóð. Á haust- og vorönn hittumst við í menningarhúsinu Hofi og syngjum saman í Hamraborginni

Leikskólar: Söngvaflóð er samsöngur þar sem kennarar og nemendur hittast einu sinni í viku og syngja fjölbreytt lög, í margskonar stílum undir stjórn tónlistarkennara. Farið er yfir fjölbreytt efni og unnið með t.d. tungumálið, hreyfingu og ýmsan fróðleik í gegnum texta. Verkefnið gengur út á að gera börnin meðvitaðri um menningararfleið sína og tengja saman tónlist, hreyfingu og ljóð. Á vorönn hittumst við í menningarhúsinu Hofi og syngjum saman í Hamraborginni

Kennslustund: Ákveðin lagalisti er tekin fyrir í hverri söngstund og er hann fyrirframákveðin og er sýnilegur á heimasíðu söngvaflóðs. Tónlistarkennari kynnir hvert lag og jafnvel kemur með einhvern fróðleik um lagið áður en það er sungið. Allir taka þátt og kennarar sitja með nemendum, syngja með og hjálpa til við að halda aga í hópnum, einnig hjálpa tónlistarkennara ef það þykir þörf, t.d. með að stýra tölvu.