Frjálst val

Aðrir áfangar: Áfangar sem ekki eru í kjarna námsleiða í tónlistarsérhæfingu á kjörnámsbraut.

Nemendur í hafa mismunandi fjölda eininga í frjálsu vali eftir því á hvaða námsleið þeir eru:

· Klassískt tónlist = 20 einingar í frjálsu vali

· Rytmísk tónlist = 18 einingar í frjálsu vali

· Skapandi tónlist = 20 einingar í frjálsu vali

Hjá TA geta nemendur valið á milli fjölmargar áfanga til að auðga og útvíkka þekkingu sína á sviði tónlistar. Nemendur geta valið sér áfanga sem taldir eru upp hér fyrir neðan og einnig áfanga sem eru í kjarna annarra námsleiða (Klassísk, Rytmísk og Skapandi tónlist).

Nemendur þurfa að athuga vel á hvaða þrepum áfangarnir eru sem þeir velja og að þeir hafi lokið þeim áföngum sem nefndir eru undir liðnum „Forkröfur“.

Lýsingin á við um allt skólaárið en hægt er að taka haust- eða voráfanga eingöngu. Tekið er fram sérstaklega ef áfangar eru eingöngu kenndir á haust- eða vorönn.  Sumir áfangar eru kenndir 3. hvert ár, eða þegar næg þáttaka fæst.