Rannsóknarverkefni

Þrep: 3 

Einingar: 5 

Forkröfur: Miðpróf í hljóðfæraleik/söng og tónfræðigreinum 

Lýsing: Í þessum áfanga vinnur nemandinn að einu tónlistartengdu rannsóknarverkefni sem hann/hún velja sjálf. Nemandi fær úthlutað leiðbeinanda í samræmi við verkefnið sem aðstoðar við að skilgreina verkefnið, gera rannsóknaráætlun og fylgir eftir framvindu verkefnisins. Í lok annar eða skólaárs eru rannsóknarniðurstöðurnar kynntar á opnum vettvangi sem hæfir verkefninu, s.s. tónleikar, fyrirlestur eða sambland af báðu.  

Námsmat: Vinna nemenda yfir önnina/skólaárið er metin út frá ástundun og verkefninu sjálfu.