Upptökur og sjálfsmat

Þrep: 1

Einingar: 1

Forkröfur: Miðpróf í hljóðfæraleik/söng

Lýsing: Í áfanganum upptökur og sjálfsmat eru hljóðversupptökur notaðar á skipulagðan hátt til að nemendur fái raunsanna mynd af stöðu sinni hverju sinni. Nemendur hljóðrita tónlist sem þeir eru að vinna með í einkatímum sínum. Þeir fá það verkefni að greina upptökurnar á gagnrýninn hátt og aðstoð kennara við að endurhljóðrita og fullkomna verkið. Með þessu öðlast nemendur einstaka reynslu af krefjandi aðstæðum við hljóðversupptökur, fá gagnrýna innsýn inn í eigin stöðu sem og hljóta jákvæða reynslu af lausn krefjandi verkefna.

Námsmat: Ástundun og mæting. Nánar er kveðið á um námsmat í kennsluáætlun.