Lífsleikni tónlistarmannsins

Þrep: 1

Einingar: 1

Forkröfur: Miðpróf í hljóðfæraleik

Lýsing: Á fyrstu önn er fjallað um skipulag æfinga, sjálfsmat og sjálfsskoðun, jákvæð samskipti, samstarf innan hópa og persónulega leiðtogahæfileika. Rætt verður um ýmsa þætti sem tengjast fyrirbyggingu framkomukvíða og jákvæðri uppbyggingu sjálfmyndar. Á annarri önn verður farið í hlutverki listamanna í menningarsamfélaginu, persónulega stefnumótun, markaðssetningu, ferli frá hugmynd til framkvæmdar, fjármál og utanumhald verkefna.

Námsmat: Einkunn er gefin samkvæmt mætingu og ástundun.