Umsóknaferli

Hér er sótt um námsvist við Tónlistarskólann á Akureyri (smellið á hlekkinn)

Vegna niðurskurðar á framlögum sveitarfélagsins til skólans er ekki unnt að verða við öllum umsóknum um skólavist og getur bið eftir vinsælum hljóðfærum eins og fiðlu, píanó og gítar í sumum tilfellum verið allt að tveimur árum.  

Verklagsreglur vegna umsóknaferlisins eru sem hér segir:

Tekið er við nýjum umsóknum fyrir næsta skólaár í maímánuði ár hvert.    Að umsóknarfresti loknum er unnið úr umsóknum og nemendaplássum úthlutað fyrir næsta vetur.  Eiga þeir forgang sem stundað hafa nám við skólann áður og eins getur verið tekið tillit til nemenda sem hafa stundað tónlistarnám annars staðar áður.  Einnig er reynt eftir fremsta megni að verða við óskum um námsvist nemenda með þroskaraskanir eða aðrar greiningar þar sem sýnt þykir að námið geti haft jákvæð áhrif á líðan eða þroska.  Umsækjendur eru hvattir til að taka slíkt fram í athugasemdadálki umsóknareyðublaðsins þar sem það getur aukið líkur á námsvist í einhverjum tilfellum.  Að lokinni umsókn fá umsækjendur staðfestingu í tölvupósti sem þeir eru vinsamlegast beðnir um að geyma þar til nemandi hefur fengið inngöngu í skólann.

Þegar ljóst er hverjir hafa fengið námsvist eru send út bréf til þeirra með upplýsingum um kennara og kjarnagreinar.  Þeir sem ekki hljóta námsvist fá höfnunarbréf en lenda jafnframt fremstir á biðlista.   Að lokinni nemendaúthlutun er opnað fyrir umsóknir á ný og lenda þeir nemendur sem þá sækja um aftast á biðlistanum.

Ef nemendapláss losna á haustin eru teknir inn nemendur af biðlistanum.  Það sama má segja um janúarmánuð þegar mögulegt er fyrir nemendur að ljúka námi skv. samningi.

Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér Viðskiptaskilmála Tónlistarskólans vel áður en umsókn er send.

ATH

Allir nemendur verða að endurnýja umsóknir sínar innan auglýsts umsóknarfrests ef þeir vilja halda námsplássi frá fyrra ári.

Nemendur sem hafna á biðlista verða einnig að endurnýja umsókn sína árlega ef þeir vilja vera áfram á listanum.  Nemendur sem hafa verið lengi á biðlista eiga besta möguleika á því að fá inngöngu í skólann.