• Landsmót Skólalúðrasveita á Akureyri

    Landsmót Skólalúðrasveita á Akureyri

    Helgina 12. – 14. október heldur Samband íslenskra Skólalúðrasveita landsmót fyrir elstu nemendur sína í Hofi.  Blásaranemendur víðs vegar af landinu munu sækja ýmis námskeið eða smiðjur og lýkur mótinu sunnudaginn 14. okt kl.13.00 með glæsilegum tónleikum í Hamraborg þar sem flutt verða atriði úr einhverjum af þeim námskeiðum sem fara fram þessa helgi.  Það eru allir velkomnir á tónleikana og enginn aðgangseyrir.

    Landsmót Skólalúðrasveita á Akureyri
Stúdentspróf í klassískri tónlist

Tónlistarskólinn á Akureyri og Menntaskólinn á Akureyri bjóða upp á stúdentspróf í klassískri tónlist. Nánari upplýsingar á Klassísk Tónlist

Stúdentspróf í skapandi tónlist

Tónlistarskólinn á Akureyri og Menntaskólinn á Akureyri bjóða upp á stúdentspróf í skapandi tónlist.  Nánari upplýsingar á Skapandi Tónlist

Söngvaflóð í Hofi

Tónlistarskólinn á Akureyri og leikskólar Akureyrar fluttu lög eftir Daníel Þorsteinsson við ljóð Kristjáns frá Djúpalæk og Davíðs Stefánssonar í Hofi 24. apríl 2018.