Fara í efni

Senuvinna klassískrar söngdeildar

Senuvinna klassískrar söngdeildar

Helgina 24. - 25. febrúar kom bassasöngvarinn Bjarni Thor Kristinsson í heimsókn í klassísku söngdeildina. Bjarni Thor hefur sarfað sem óperusöngvari síðustu 30 ár, þar sem hann hefur ferðast um allan heim og tekið þátt í hinum ýmsu óperuuppfærslum. Einnig hefur hann komið að leikstjórn við ýmsar óperuuppfærslur hér á landi.

Nemendur voru búnir að undirbúa nokkarar óperusenur og fengu þau aðstoð frá Bjarna við að sviðssetja þær. Síðar í vor mun klassíska söngdeildin sýna afrakstur vinnustofunnar.

Tímasetning tónleikanna verður auglýst síðar.

Hér má sjá nokkrar myndir frá vinnustofunni