Fara í efni

Eyrnakonfekt

Eyrnakonfekt

Tónleikar með bráðfyndnum nýjum íslenskum samsöngslögum sem fjalla um mat, sumar og ástina. Þórunn Guðmundsdóttir semur bæði texta og tónlist, en hún hefur getið sér frábært orð fyrir bæði tónverk og sviðsverk. Orðaleikir, spaug og spé eru í fyrirrúmi auk þess sem tónlistin er á léttum nótum en heillandi og falleg.

 

Tónleikarnir verða í Hofi sunnudaginn 20. febrúar kl. 16:00.

 

Flytjendur eru:

Björk Níelsdóttir, sópran
Erla Dóra Vogler, mezzó-sópran
Eyjólfur Eyjólfsson, tenór
Hafsteinn Þórólfsson, baritónn
Eva Þyri Hilmarsdóttir, píanóleikari

 

Tónleikarnir eru á vegum Tónlistarfélags Akureyrar. Stuðningsaðilar eru Tónlistarsjóður, Akureyrarbær og MAK.

 

Miðaverð: 3.000 kr og 20% afsláttur fyrir félagsmenn í Tónlistarfélagi Akureyrar.
Miðar fást hér:

 

Fylgist með viðburðinum á facebook