Fara í efni

Tónleikar SN, TA og Pollapönks á sumardaginn fyrsta

Tónleikar SN, TA og Pollapönks á sumardaginn fyrsta

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ásamt 250 nemendum TA flytur pönk í fyrsta sinn á á 20 ára ferli sínum á sumardaginn fyrsta 24. apríl kl. 16:00 í Hofi með Evróvisjónfarana Pollapönk í fararbroddi. Undirbúningur stendur sem hæst og mikið fjör og gleði einkennir allan undirbúninginn í sannkölluðum anda Pollapönks. Á tónleikunum verða vinsælustu lög Pollapönks flutt og að sjálfssögðu Evróvisjónlagið sjálft. Það er uppselt á tónleikana.

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ásamt 250 nemendum TA flytur pönk í fyrsta sinn á á 20 ára ferli sínum á sumardaginn fyrsta 24. apríl kl. 16:00 í Hofi með Evróvisjónfarana Pollapönk í fararbroddi. Undirbúningur stendur sem hæst og mikið fjör og gleði einkennir allan undirbúninginn í sannkölluðum anda Pollapönks.  Á tónleikunum verða vinsælustu lög Pollapönks flutt og að sjálfssögðu Evróvisjónlagið sjálft. Það er uppselt á tónleikana.

Það er að mörgu að hyggja við undirbúning tónleikanna framundan, meðal annars þarf að tryggja að hljómsveitarstjórinn Guðmundur Óli Gunnarsson sé rétt klæddur. Hann mun bregða út af vananum og í stað hefðbundinna kjólfata mun hann að sjálfssögðu klæðast Henson galla að hætti Pollapönksmanna á sumardaginn fyrsta í Hofi. Guðmundur Óli segir m.a. að þessu tilefni „Þessi galli er stórkostlegur. Ég hef aldrei verið jafn frjáls á tónleikum. Þetta gæti jafnvel orðið að einkennisklæðnaði framtíðarinnar,“ Í meðfylgjandi mynd má sjá nýjasta útlit hljómsveitarstjóra SN af þessu tilefni.