Fara í efni

TÓNLEIKAR UPPTAKTSINS

TÓNLEIKAR UPPTAKTSINS

Upptakturinn, tónsköpunarhátíð krakkanna, býður á tónleika núna á sunnudaginn 7. apríl kl. 17 í Hamraborg, Hofi!

Tónleikarnir eru hluti af Barnamenningarhátíð.

Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin!

Á tónleikunum verða flutt lög og tónverk eftir tíu krakka í 5.-10. bekk á Akureyri, Sauðárkróki og í Eyjafjarðarsveit. Hljómsveit skipuð fullorðnu tónlistarfólki, þ.á.m. kennurum úr skólanum, flytur tónsmíðar þeirra.

Upptakturinn er mjög skemmtileg hátíð og tónókrakkar voru mjög dugleg að taka þátt! Sex af þeim tíu sem eiga tónsmíðar á tónleikunum eru í skólanum okkar.

Krakkar, fjölmennið á tónleikana, það er mjög gaman!

Hver veit nema það kveiki hjá ykkur hugmynd að lagi eða tónsmíð fyrir Upptaktinn næsta vor...?!

Fjölskyldur, vinir, ættingjar, bangsi - öll þau sem áhuga hafa (nema kannski gæludýrin, þau verða sennilega að bíða heima) eru velkomin á þessa fínu hátíð!

https://www.mak.is/is/vidburdir/upptakturinn-tonleikar-1